Hádegismatur




 Ég hef alltaf haft dálæti á síld. Helst í sinnepi eða Karrýi og þá með nóg af lauk og eplum ef ég kem því við. Með þessu vil ég helst ljósan bjór. Kannski ekki heppilegt í dag þar sem ég er í vinnunni. En já, þetta er sælgæti fyrir mig. Veit ekki hvenær þetta byrjaði, ætli Siglufjarðar genin séu ekki að poppa upp og láta vita af sér. Ég skellti svo á eina sneið með skinku og chorizo til að gefa þessu alþjóðlegan blæ. 

Ég man alltaf að mamma, sem var nú ansi mikill gourmet kokkur, fannst ótrúlega gott að gúffa í sig einum sviðakjamma eða sviðasultu. Þetta varð helst að vera hádegis snarl...amk þannig er það í minningunni. Sama er um síldina fyrir mig. Elska þetta “combó” Síld, rúgbrauð (helst danskt rúgbrauð) og ljós bjór, en þá já sem hádegis snarl.

Annars er ég bara góður í dag. Svaf vel og dreymdi kaffivélina og hvernig maður býr til góðan latte.


Lífið heil og njótið.

Arnar 

Ummæli

Vinsælar færslur